Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 12. september 2024 að vísa tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Eyrarinnar á Svalbarðseyri í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin nær yfir svæði austan Svalbarðseyrarvegar og felur m.a. í sér breytingu á lóðum og byggingarreitum auk skilgreiningu byggingarheimilda. Breytingin nær til lóða nr. 108-116, 126 og Svalbarðseyrarvegar 7A og 7B en helsta breytingin er að gert er ráð fyrir 3-4 nýjum byggingum á lóðum nr. 110, 112 og 126. Þá er gerð breyting á gatnakerfi vegna breyttra lóðarmarka.
Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu, 606 Akureyri, milli 24. september og 5. nóvember 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.svalbardsstrond.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 784/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 5. nóvember 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Eyrin, Svalbarðseyri – deiliskipulagstillaga
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801