Framkvæmdir á leikskólalóð.

Nú standa yfir framkvæmdir á lóð leikskólans Álfaborg. Framkvæmdunum fylgir töluvert rask á lóðinni en börnin hafa sýnt framkvæmdunum mikla athygli og fylgjast grant með. Við áætlum að framkvæmdum ljúki í lok næstu viku eða föstudaginn 28. október nk.