Framkvæmdir við sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps – nýr pottur, nýtt dekk og nýr skjólveggur

Framkvæmdir hafa staðið yfir við sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps í haust með það að markmiði að bæta aðstöðu fyrir sundlaugargesti.

Búið er að koma nýjum potti fyrir og býður hann upp á notalega upplifun fyrir sundlaugargesti. Potturinn er hluti af heildaruppfærslu á útisvæðinu þar sem nýtt dekk hefur verið lagt meðfram sundlauginni, nýja dekkið eykur bæði öryggi og aðgengi.

Jafnframt hefur verið reistur nýr skjólveggur við laugarsvæðið sem tryggir betra skjól gegn vindi og bætir öryggi.

Áætlað er að endurbótum verði lokið fyrir sumaropnun 2026.

Kjartan Pálsson eigandi Trétaktík ehf. tók meðfylgjandi myndir af framvindu verksins

 

Starfsmenn Trétaktík ehf. loka dekkinu í kringum nýja pottinn.

Mynd: Kristbjörg Björnsdóttir