Fréttir af verkinu Hjóla- og göngustígur.

Það hefur ekki farið framhjá íbúum Svalbarðsstrandarhrepps að verktakar vinna þessa dagana að lagningu leiðslu frá Vaðlaheiðargöngum og að Skógarböðum. Um leið og framkvæmdin er að ganga vel reynir á þolrif bifreiðareigenda sem kvarta sáran undan mold á þjóðveginum með tilheyrandi þrifum á bílum. Vonandi hafa bíleigendur þolinmæði með framkvæmdinni og umbera moldina nokkrar vikur í viðbót. Hámarkshraði hefur verið lækkaður á framkvæmdasvæðinu og við vonum að vegfarendur taki tillit til þess.

Staða framkvæmdar er eftirfarandi:

Skógrætkarfélag Eyfirðinga hefur að mestu lokið grisjun skógar

Lagnir hafa verið lagðar í skurði að Veigastaðavegi og byrjað að grafa skurð fyrir lagnir inn í skóginn

Skógræktarfélagið er að vinna að hreinsun trjáa úr skóginum .

Búið er að gera vinnuslóða í gegnum skóginn að Skóarböðum

Nú styttist í að vegur við Veigastaðaveg verði þveraður með skurði og lagnir lagðar í jörðu. Lögð er áhersla á að lágmarka rask sem hlýst af þveruninni og að merkingar verði sýnilegar og fyllsta öryggis sé gætt við framkvæmdina.

Keyra þarf mikið magn jarðefnis úr skóginum. Því miður hefur fylgt því mikil drulla á þjóðvegi, veður hefur verið gott og hitastig yfir frostmarki og það er ekki að létta verktakanum verkið sem hefur vart undan að sópa og hreinsa veginn. Verktakar vonast eftir vægu frosti og við vonum að við fáum frost og litla úrkomu næstu vikur þannig að verkið gangi vel.

Búið er að koma fyrir úrgangstippum í landi Eyrarlands og í landi Sigluvíkur.

Við biðlum til allra að sýna framkvæmdinni þolinmæði þar sem við sjáum fram á betri tíma með fallegum yndisstíg í gegnum Vaðlareitinn.