Frítt í Skógarböðin fyrir eldri borgara 29.–30. september

Skógarböðin bjóða eldri borgurum á Eyjafjarðarsvæðinu í heimsókn – að kostnaðarlausu. Boðið stendur dagana 29.–30. september og hægt er að mæta hvenær sem er á opnunartíma þessa daga.

Við hvetjum alla eldri borgara í Svalbarðsstrandarhreppi til að nýta þetta frábæra tækifæri til að njóta náttúrulaugarinnar.

Engin skráning er nauðsynleg – bara mæta og njóta!