Fundarboð 108. fundur 21.02.2023

Fundarboð

 

108. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 21. febrúar 2023 13:00.

 

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2301004 - Verkefnastyrkur

 

Erindi sem frestað var á fundi sveitarstjórnar 24.01.2023 frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Vaðlaskógi, Svalbarðsstrandarhreppi.

 

   

2.

2211003 - Heiðarbyggð 35

 

Máli frestað á fundi sveitarstjórnar 7. febrúar 2023. Grendarkynningartímabili vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð Heiðarbyggðar 35 er lokið og barst eitt erindi vegna málsins. Sveitarstjórn fjallar um athugasemdir sem fram koma í erindinu.

 

   

3.

2110005 - Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði

 

Erindi er frestað var á fundi sveitarstjórnar 24.janúar 2023 frá Stefáni Sveinbjörnssyni og Sigríði Jónsdóttur, vegna lóðarleigusamnings lóðar á Svalbarðseyrarvegi 17, einnig barst ósk um að sú lóð sem fyrirhugað er að stofna og gera lóðarleigusamning um við undirrituð verði stækkuð.

 

   

4.

2302003 - Staða gáma á eyrinni

 

Erindi frá Dóru Kristjánsdóttur, varðandi stöðu gáma á eyrinni.

 

   

5.

2302006 - Líforkuver

 

Drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.

 

   

Almenn mál - umsagnir og vísanir

6.

2004007 - Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps

 

Lögð fram til seinni umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp.Tillagan er óbreytt frá því hún var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar 7. febrúar s.l.

 

   

7.

2302005 - Umsókn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II-C Minna gistiheimili

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II?C Minna gistiheimili. Gistileyfið nær til lóðarinnar Sólberg lóð F2160356.

 

   

Fundargerðir til kynningar

8.

2202008 - Hafnarsamlag fundargerðir

 

Fundargerðir stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 275 og 276 lagðar fram til kynningar.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 17.02.2023,

Gestur Jensson
Oddviti.