Fundarboð 118. fundur 29.08.2023

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2006001 - Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin

 

Farið yfir tillögur að breyttu deiliskipulagi sem nær yfir nýtt athafnasvæði norðan Svalbarðseyrarvegar.

 

   

2.

2211001 - Hulduheimar 17

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ellert Birni Ómarssyni hjá Trípólí arkitektum sem fyrir hönd eigenda lóðarinnar Hulduheima 17 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að byggingarreitur yrði stækkaður um 10 m til vesturs og 5 m til norðurs. Erindinu fylgir uppdráttur frá Trípólí arkitektum dags. 18. ágúst 2023.

 

   

3.

2308006 - Framkvæmdaleyfi

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Elíasi Hákonarsyni fh. DJE ehf, umsókn á framkvæmdaleyfi til veglagningar í landi Sólbergs að frístundabyggð.

 

   

4.

2308004 - Bakkatún 12-14

 

Sigurgeir Svavarsson ehf, kt:680303-3630, sækir um lóðirnar nr. 12 og 14 við Bakkatún til byggingar á 4 íbúða raðhúsi.

 

   

5.

2306014 - Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3

 

Beiðni um breytingu á landnotkun.

 

   

6.

1908013 - Lán Norðurorku vegna framkvæmda

 

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem óskað er eftir að eigendur Norðurorku taki ábyrgð á láni sem Norðurorka hyggst taka til fjárfestinga hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.

 

   

7.

2308005 - Erindi til sveitarstjórnar

 

Erindi frá ADHD samtökunum.

 

   

8.

2103010 - Staða fjármála 2023

 

Staða fjármála annar ársfjórðungur.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 25.08.2023,

Gestur Jensson
Oddviti.