Fundarboð 151. fundur 07.05.25

Dagskrá:

Almenn mál - umsagnir og vísanir

  1. 2504002 - Landsnet - Mótun kerfisáætlunar 2025-2034 - Umhverfismatsskýrsla

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn þinni við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:

Kerfisáætlun 2025-2034, nr. 0509/2025: Kynning umhverfismatsskýrslu (Umhverfismat áætlana)

 

Almenn mál

  1. 2210006 - Endurskoðun á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2022

Fyrir fundinum liggur tillaga nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2025-2037. unnin af Atla Steini Sveinbjörnssyni hjá Landslagi dags. 30. apríl 2025.

 

3. 2504011 - Bakkatún 23 L239136 og Lækjartún 10 L239175 - Umsókn um breytingu á íbúðarfjölda

Erindi liggur fyrir frá lóðarhafa, sem óskar eftir breytingu á íbúðarfjölda í Bakkatúni 23 og Lækjartúni 10. Sótt er um að vera með tvær íbúðir í hvoru húsi fyrir sig, hvor íbúð með sitt fastanúmer.

 

4. 2503011 - Veigahvammur 1 L217588 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Erindi frá lóðarhafa að Veigarhvammi 1, sem frestað var á 150. fundi sveitarstjórnar, þann 8.apríl. Um er að ræða ósk um breytingu á deiliskipulagi, þar sem byggingarreit er breytt frá núgildandi skipulagi. Borist hefur breytingarblað frá Landslagi dags. 14. apríl 2025.

 

5. 2505005 - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar II vegna Geldingsárlóð nr 20

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Steinu Sig ehf vegna Geldingsár, lóð nr 20

 

6. 2503023 - Ársreikningur 2024

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2024 - seinni umræða.

 

7. 2504006 - Fyrirspurn til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps

Erindi frá Félagi frístundahúsaeigenda í Heiðarbyggð.

 

8. 2504008 - Samningur um ráðgjöf vegna leikskóla.

Erindi frá Akureyrarbæ, samningur við Akureyrarbæ um ráðgjöf vegna leikskóla.

 

9. 2505001 - Áfangastaðastofa Norðurlands

Erindi frá SSNE, drög að endurnýjuðum samningi milli SSNE og sveitarfélagsins um framlög til reksturs Áfangastaðastofu Norðurlands.

 

10. 2505002 - Erindi vegna skaðabótaábyrgðar sveitarstjórnar

Erindi frá Stefáni Tryggvasyni. Með erindinu er vakin athygli á að sveitarstjórn er með öllu óheimilt að heimila beit í heimalöndum jarða sem land eiga að Vaðlaheiði.

 

11. 2505003 - Viðhald vegna gatnagerðar í Valsárhverfi

Erindi frá sveitarstjóra, fara þarf í lagfæringar á röri ofan túns í Valsárhverfi og leiða vatn í farveg.

 

12. 2505004 - Göngustígur frá bílastæði starfsmanna grunn- og leikskóla

Erindi frá sveitarstjóra, fyrir fundinum liggur að ákveða gerð göngustígs á Svalbarðseyri frá bílaplani starfmanna niður að grunn- og leikskóla.

 

13. 2503008 - Viðaukar 2025

Sveitarstjóri leggur fram viðauka 2 fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Viðaukin er vegna breytingar á launaáætlun og fjölgun verkefna í félagsþjónustu.Framkvæmdaáætlun 2025 uppfærð og framkvæmdum á skólalóð og við Tjarnartún bætt inn í áætlun. Tekjur vegna útsvars endurmetnar miðað við innkomu fyrstu 3 mánuði ársins.

 

Fundargerð

  1. 2504001F - Atvinnu- og umhverfismálanefnd - 1

  1. 2503004 - Skipurit skólanna

          Mál er frestað var á 149. fundi sveitarstjórnar þann 25. mars 2025. Breytt skipurit Álfaborgar lagt fram til samþykktar.

          Skólanefnd leggur til að fjölga deildarstjórum úr 1,5 stöðugildum í 2,5 og að breyta í 3 deildir í stað tveggja. Þörf er á að skipta upp                          fjölmennri deild auk þess sem húsnæði býður ekki upp á núverandi skipulag. Við leggjum því til að Kvisti og Rjóðri verði skipt í tvær deildir með sinn hvorn deildarstjórann. Skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar til samþykktar.

 

Fundargerðir til kynningar

  1. 2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr 91 og 92 lagðar fram til kynningar.

 

17. 2411004 - Fundargerðir Molta ehf

Fundargerð stjórnar Moltu nr. 115 lögð fram til kynningar.

 

18. 2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 973,974,975,976 og 977 lagðar fram til kynningar.

 

19. 2204002 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023

Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 149 lögð fram til kynningar.

 

20. 2504007 - Fundargerð fulltrúaráðsfundar 19.03.2025

Lögð fram fundargerð fulltrúaráðsfundar EBÍ frá 19.3.2025. Þá var lagt fram erindi þar sem fram kemur að frá upphafi næsta kjörtímabils munu öll sveitarfélög sem aðild eiga að EBÍ, eiga fulltrúa í fulltrúaráði félagsins.

 

21. 2504009 - Ársreikningur 2024

Ársreikningur UMSE lagður fram til kynningar.

 

22. 2208016 - Fundargerðir HNE

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 241 lögð fram til kynningar.

 

23. 2202007 - Fundargerðir stjórnar Norðurorku

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 309 lögð fram til kynningar.

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

Svalbarðseyri 05.05.2025, Gestur Jensson

Oddviti.