Fundarboð 96. fundur 30.08.2022

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2008004 - Fráveitumál sumarhúsa í Vaðlaborgum og Veigahalli

 

Árið 2020 barst erindi frá Rekstrarfélagi Vaðlaborga og Veigahalls vegna fráveitumála sumarhúsa. Niðurstöður skipulags- og byggingafulltrúa kynntar fyrir sveitarstjórn.

 

   

2.

2111003 - Sólberg - Deiliskipulag 2021

 

Athugasemdafrestur vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Sólbergs rann út 2. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabilinu.

 

   

3.

2205004 - Hallland 15

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Rögnvaldi Harðarsyni sem fyrir hönd lóðarhafa Halllands 15 sækir um breytingu á byggingarreit lóðarinnar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Rögnvaldi dags. 26.01.2022

 

   

4.

2208017 - Leifshús - umsögn vegna umsóknar byggingarleyfis

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna byggingarleyfi í landi Leifshúsa.

 

   

5.

2208015 - Ráðning starfsmanns í Álfaborg

 

Beiðni frá leikskólastjóra um aukið stöðugildi vegna fjölgunar barna í leikskólanum Álfaborg.

 

   

6.

2009005 - Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps

 

Erindi frá Ingu Árnadóttur starfsmanni bókasafns vegna reksturs bókasafns og nýtingu húsnæðis.

 

   

7.

2208012 - Samningur N4 - SSNE fh sveitarfélaga 2022

 

Meðfylgjandi eru samningsdrög að samningi milli N4 og sveitarfélaga innan SSNE. Í drögunum er gert ráð fyrir að SSNE muni gera og undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna.

 

   

8.

1806009 - Ráðning sveitarstjóra

 

Ráðningarsamningur sveitarstjóra lagður fram til samþykktar.

 

   

9.

2208014 - Fjárhagsáætlun 2023-2026

 

Drög að dagskrá fjárhagsáætlunarvinnu kynnt fyrir sveitarstjórn.

 

   

Fundargerðir til kynningar

10.

2208013 - Fundargerð stjórnar SSNE 2022

 

39. fundargerð stjórnar SSNE árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

2202008 - 2022 Hafnarsamlag fundargerðir

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 271 lögð fram til kynningar

 

   

12.

2208016 - Fundargerð HNE 2022

 

Fundargerðir nr. 223,224 og 225 stjórnar HNE, lagðar fram til kynningar.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 26.08.2022,

Gestur Jensson
Oddviti.