GANGNABOÐ HAUSTIÐ 2020

Göngur verða laugardaginn 12. september. Hér að neðan má sjá fyrirkomulag gangna sem hefjast klukkan 9 fyrir hádegi, hægt er að nálgast dagskrána á síðunni auk þess sem hún verður borin í hús. Hér að neðan má einnig finna leiðbeiningar frá Almannavörnum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Landssamtökum sauðfjárbænda, Bændasamtökum íslands og Embætti landlæknis, vegna gangna og rétta vegna COVID-19.

Útlit er fyrir að smalamennska og réttir verði með óvenjulegu sniði þetta haustið. Aðeins þeir sem eiga fé í réttum er leyft að taka þátt og farið verður eftir þeim leibeiningum sem vísað er til hér að ofan og koma m.a. frá Almannavörnum og Landssamtökum sauðfjárbænda.

Tveggja metra reglan er í hávegum höfð og kallast nú 2 kinda regla, menn eru beðnir um að deila ekki söngvatni og heilsa frekar með brosi en handarbandi eða faðmlagi.

Gestir eru beðnir um að sýna þessu fyrirkomulagi skilning og eru velkomnir til okkar að ári að öllu óbreyttu.

COVID 19 - göngur og réttir - leiðbeiningar
Gangnaboð haustið 2020

Með kveðju,
Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps
Máni Guðmundsson, fjallskilastjóri


 

GANGNABOÐ HAUSTIÐ 2020

Laugardaginn 12. september

Innheiði:

  • Heiðarholt 4 menn
  • Hallland 8 menn

Á Innheiði hefjast göngur kl. 9 f.h.
Gangnastjóri: Máni Guðmundsson.

Mógil rekur fé heim kl. 8 f.h.

Strandarfjall (Útheiði):

  • Mógil 2 menn
  • Garðsvík 4 menn
  • Neðri-Dálksstaðir 5 menn
  • Ársæll Kristjánsson 5 menn

Á Strandarfjalli (Útheiði) hefjast göngur kl. 9 f.h. við Miðvíkurá og Hrossagil á Víkurskarði.
Gangnastjóri: Brynjólfur Snorri Brynjólfsson.

Úrtíningsmaður á Illugastaðarétt er Ársæll Kristjánsson.
Aðrar göngur laugardaginn 26. september n.k.

Bent er á leiðbeiningar vegna gangna og rétta frá Almannavörnum og Landssambandi suðfjárbænda. Leiðbeiningarnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins svalbardsstrond.is

Máni Guðmundsson, Fjallskilastjóri