Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi – tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 8. september 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að ný íbúðarsvæði ÍB23, ÍB24 og ÍB25 eru skilgreind í landi Geldingsár og verður heimilt að reisa á svæðunum alls 8 ný íbúðarhús til viðbótar húsakosti sem fyrir er. Auk þess er skilgreint verslunar og þjónustusvæði V9 við Geldingsá þar sem heimilt verður að byggja fimm gistiskála. Ennfremur er ný aðkomuleið að frístundabyggðinni Heiðarbyggð af Árholtsvegi (vegnúmer 8507) færð inn á aðalskipulag.

Breytingartillagan mun liggja frammi á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhepps milli 28. september og 9. nóvember 2020 og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Svalbardsstrandarhrepps, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til mánudagsins 9. nóvember 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

PDF-auglýsing