Gildistaka deiliskipulags vinnusvæðis og vinnubúða Vaðlaheiðarganga auglýst

Gildistaka deiliskipulags Vaðlaheiðarganga og deiliskipulags vinnubúða í landi Halllands var auglýst í B-deild stjórnartíðinda þann 30. október 2013. Deiliskipulögin taka þegar gildi. Auglýsing um gildistöku á vef Stjórnartíðinda.