Halland, Svalbarðsstrandarhreppi – tillaga að deiliskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi

Auglýsing

Tillaga að deiliskipulagi í landi Halllands, Svalbarðsstrandarhreppi. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. ágúst 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Halllands skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið felur í sér heimild til byggingar sex íbúðarhúsa á svæði Íb 15 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Tillagan liggur frammi á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps milli 9. júlí og 20. ágúst 2018 og á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps, svalbardsstrond.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast sveitarfélaginu í síðasta lagi mánudaginn 20. ágúst 2018 annaðhvort á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða á netfangið postur@svalbardsstrond.is.

F.h. Svalbarðsstrandarhrepps

Skipulags- og byggingarfulltrúi