Hallland - deiliskipulagstillaga

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Halllands í Svalbarðsstrandarhreppi. Í skipulagslýsingum koma fram áherslur í deiliskipulagi og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum verði háttað við skipulagsgerðina.
Skipulagslýsingarnar munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 27. apríl 2016 til og með 10. maí 2016. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps á www.svalbardsstrond.is
Ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða á netfangið sveitarstjori@svalbardsstrond.is í síðasta lagi þann 10. maí 2016.

Hallland, lýsing á vekefninu PDF skjal
Hallland deiliskipulagstillaga PDF skjal