Hárið 1908

Fimmtudaginn 3. mars hóf nýtt fyrirtæki starfsemi sína á Svalbarðseyri, hárgreiðslustofan Hárið 1908. Aðstandendum eru sendar hamingjuóskir og ánægjulegt að þjónustufyrirtæki eins og Hárið 1908 sé að hefja starfsemi á Svalbarðseyri. Það eru þær Þóra Sigríður Torfadóttir, hársnyrtir og Heiðrún Beck, hársnyrtir sem reka stofuna og hafa með dyggri aðstoð maka sinna breytt gamalli óhrjálegri vistarveru í sælureit.