HEIMSENDING Á MATVÖRU TIL ÁHÆTTUHÓPA Á TÍÐUM COVID-19

Ákveðið hefur verið að þeir íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi, sem eru í áhættuhópi geti fengið aðstoð með heimsendingu á matvælum. Gert er ráð fyrir að þessi þjónusta verði í boði næstu daga og vikur. Ekkert er greitt fyrir þjónustu sveitarfélagsins, eingöngu fyrir vörurnar sjálfar við pöntun. Að pöntun lokinni biðjum við fólk um að senda tilkynningu til okkar á postur@svalbardsstrond.is þannig að við séum tilbúin að sendast eftir matnum.

Heimsending verður á þriðjudögum og fimmtudögum, gott er að vera búin að ganga frá pöntun tveimur dögum áður og hér má finna tengil á síðuna hjá Nettó. Ykkur er einnig velkomið að vera í sambandi við skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps postur@svalbardsstrond.is og við aðstoðum ykkur eftir bestu getu. Vonandi nýtist þessi þjónusta þeim sem þurfa og hann Ragnar, umsjónarmaður fasteigna mun fara um Svalbarðsströnd með pantanir á þriðjudögum og fimmtudögum.