Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið í sumar

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.

Einstaklingar, félög og fyrirtæki eru hvött til þess að taka þátt í þessari einstöku hátíð með því að flagga regnbogafánum og allra helst standa fyrir viðburði í tengslum við hátíðina.

Hvernig getur þú tekið þátt í hátíðinni?

  • Haldið viðburð – t.d. tónlistaratriði, fræðsluviðburð eða skapandi uppákomu
  • Boðið upp á sérstaka afslætti eða tilboð í tengslum við hátíðina
  • Skreytt og lýst upp rýmið ykkar í litum hátíðarinnar
  • Stutt við hátíðina með styrkjum eða samstarfi
  • Flaggað fána hinseginleikans

Þau sem hafa áhuga á að leggja fram hugmynd eða halda viðburð mega endilega hafa samband við Elísabetu Ögn Jóhannsdóttur verkefnastjóra hátíðarinnar á netfangið hinseginhatid@akureyri.is.

Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Hátíðin byggir á því góða starfi sem unnið hefur verið í Hrísey en fyrsta Hinsegin hátíðin í Hrísey var haldin árið 2023.

Heimasíða hátíðarinnar er www.hinseginhatid.is en þar eru allar helstu upplýsingar að finna og munu viðburðir hátíðarinnar birtast þar þegar nær dregur hátíðinni. Hátíðin er einnig á samfélagsmiðlum og þar verður hægt fylgjast með undirbúningi hátíðarinnar og finna yfirlit yfir viðburði. Við hvetjum alla til að fylgja hátíðinni á þar.

Facebook síða Hinsegin hátíðar - facebook.com/hinseginhatid

Instagram síða Hinsegin hátíðar - https://www.instagram.com/hinseginhatid/

Verkefnið Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.