Hreyfing fyrir eldri borgara - breyttur vikudagur!

Athugið að tímarnir hafa verið færðir yfir á þriðjudaga kl. 16:00 til 17:00.

Svalbarðsstrandarhreppur býður eldri borgurum í sveitarfélaginu í hreyfingu undir leiðsögn Hörpu Helgadóttir íþróttakennara. Tímarnir verða kl. 16:00 til 17:00 á mánudögum í íþróttasal Valsárskóla, fyrsti tíminn verður mánudaginn 16. október nk. Hvetjum alla eldri borgara í sveitarfélaginu til að mæta og eiga góðar stundir í hreyfingu.