Jólakveðja

Fyrir hönd sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps vil ég senda íbúum Svalbarðsstrandarhrepps og vinum nær og fjær hugheilar jólakveðjur með ósk um gleðiríkar stundir yfir hátíðirnar.

Enn á ný eru aðstæður okkar þannig að við þurfum að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum og fara varlega. Spár manna eru ekki jákvæðar fyrstu vikur nýs árs en vonandi náum við með samstöðu og samvinnu að vinna bug á COVID á nýju ári.

Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt og fjöldi verkefna bíður okkar á nýju ári. Vel hefur gengið að selja lóðir í nýju hverfi á Svalbarðsströnd, göngu- og hjólastígur er að taka á sig mynd og miklar framkvæmdir staðið yfir í leik- og grunnskóla. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í syðsta hluta sveitarfélagsins og ljóst að næsta ár verður ekki síður viðburðaríkt.

Með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Björg Erlingsdóttir
Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps