Kveðja frá Póllandi

Þakkir voru að berast frá Rauða Krossinum í Póllandi þar sem íbúum á Svalbarðsströnd er þökkuð aðstoð sem borist hefur til þeirra íbúa Úkraínu sem aðstoð þurfa.

Í pakka sem sendur var þar sem finna mátti húfur, vettlinga, peysur og annan fatnað var lagður miði með heimilisfangi hreppsins og það hefur greinilega skilað sér á réttan stað.

 

Kær kveðja

Björg Erlingsdóttir

Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps