Kynningarfundur um deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri

Mánudaginn 22. apríl 2013 kl. 17.30 heldur Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps kynningarfund um tillögur að deiliskipulagi Eyrarinnar á Svalbarðseyri. Fundurinn verður í Valsárskóla. Á fundinum gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að kynna sér tillögurnar og koma sjónarmiðum sínum varðandi þær á framfæri áður en þær verða samþykktar til auglýsingar.