Malbikun í Valsárhverfi

Sveitarstjórn samþykkti á síðast fundi sínum að ganga til samninga við Malbikun Akureyrar vegna malbikunar á Borgartúni, Bakkatúni og Tjarnartúni í Valsárhverfi og hefst undirbúningur vegna framkvæmdarinnar á morgun 22. júní 2022. Viljum við biðja íbúa og verktaka í hverfinu um að taka tillit til framkvæmdaraðila og gæta að því að fjarlægja bíla og alla muni sem standa inni á götunum.