Neyðarstig almannavarna

Lýst hefur verið yfir neðarstigi Almannavarna vegna COVID-19. Frá því heimsfaraldurinn hófst hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir þrisvar, mars 2020, október 2020 og mars 2021. Þetta er því í fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir vegna COVID-19.

Faraldurinn hefur verið í miklum vexti undanfarna daga og vikur. Þrátt fyrir að staðan sé eins og hún er þá eru bjartari tímar framundan og við munum komast í gegnum skaflinn. Allt mun þetta hefjast með samstöðu sem við höfuð ítrekað sýnt að er okkar besta vopn.

Neyðarstig Almannavarna þýðir að sveitarfélagið starfar eftir viðbragðsáætlun og aðgerðaráætlun. Þetta á við um skóla og skrifstofu sveitarfélagsins. Nálgast má upplýsingar um viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps og heimasíðu leik- og grunnskóla.

Í samræmi við aðgerðaráætlun er Ráðhús Svalbarðsstrandarhrepps lokað gestum og heimsóknir eingöngu leyfðar þar sem ekki er hægt að leysa erindi í gegnum síma eða tölvupóst. Hægt er að senda tölvupóst á postur@svalbardsstrond.is og símatími er milli kl. 10 og 12 alla virka daga í síma 464 5500.