Nýjar reglur um takmarkanir á samkomum

Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi. Enn eru reglur og viðmið sem starfað hefur verið eftrir í Valsárskóla og Álfaborg, í gildi. Nýjar reglur um takmarkanir á samkomum eru helst þær að nú geta 200 manns komið saman í stað 100 áður og nálægðarreglu er breytt úr tveimur metrum í einn metra. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkunun eftir því sem efni standa til.