Nýtt sorphirðudagatal og sorphirða 2023

Gleðilegt ár.

Nýtt sorphirðudagatal er komið á heimasíðuna og má finna í hlekk hér fyrir neðan. 

Sorphirðudagatal 2023

Um áramótin tóku gildi breytt lög um úrgangsmál sveitarfélaga. Markmið stjórnvalda með breytingunni er margþætt: 

  • Samræma flokkun á landinu öllu.
  • Minnka almennt sorp (flokka betur).
  • Minnka niðurgreiðslu sveitarfélaga í málaflokk um sorphirðu.
  • Sveitarfélög búi til kerfi þar sem íbúum verði gert kleift að borga aðeins fyrir það sorp sem það hendir en ekki sameiginlegt gjald líkt og tíðkast hefur í sveitarfélögum um allt land.

Til að innleiða þessar breytingar hafa sveitarfélög með aðkomu SSNE verið að kynna sér hvaða leið er best að fara þegar kemur að innleiðingu "borgað þegar hent er"-kerfisins eins og það er kallað. 

Á árinu 2023 verða tekin lítil skref til að geta innleitt að fullu kerfi sem fer eftir nýjum lögum. Breytingar munu verða kynntar með kynningarfundi og á heimasíðunni.

Nýárskveðja.

Fannar Freyr Magnússon
Skrifstofustjóri