Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.
Á svæðinu verður byrjað á að reisa grillhús sem nýtist til fjölskyldu- og vinasamkoma, ásamt því að gefa tækifæri til skjóls við ótrygg veður. Einnig verður komið upp aparólu og gerður göngustígur að grillhúsi.
Með þessu verkefni er verið að leggja áherslu á að efla samfélagið, hvetja til útiveru og styrkja aðstöðu til heilbrigðrar og ánægjulegrar samveru.
Við hlökkum til að sjá svæðið taka á sig mynd og vonum að íbúar taki því fagnandi.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801