Opnun Safnasafnsins 10. maí kl. 14:00

Safnasafnið fagnar 30 árum og opnar á laugardaginnn (10. maí) með 14 og fjölbreyttum sýningum ásamt gjörningi Hrefnu Lindar Lárusdóttur, Hugins Þórs Arasonar og Berglindar Maríu Tómasdóttur, Innsta lagið (Eilífðarkúlan), sem hefst klukkan 14.30

Yfirlit sýninganna má sjá hér: https://safnasafnid.is/syningar-2025/
Sýningarstjórn og umsjón annast: Bryndís Símonardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Níels Hafstein, Unnar Örn og Þórgunnur Þórsdóttir

Sýningarnar eru gerðar með stuðningi frá Svalbarðsstrandarhreppi, Safnaráði, og Myndlistarsjóði

Verið velkomin! Ókeypis er á opnunina og það verður heitt á könnunni.