Öruggara Norðurland eystra

Verkefnið Öruggara Norðurlands eystra – svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra hefur verið stofnað og var fyrsti formlegi samráðsfundurinn haldinn á Húsavík miðvikudaginn 16. október.

Að verkefninu standa lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, öll 11 sveitarfélögin í umdæminu, HSN, SAk, Háskólinn á Akureyri, Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, MA, Menntaskólinn á Tröllaskaga, VMA og Bjarmahlíð þolendamiðstöð.

Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri sat samráðsfundinn fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

Markmiðið er að vinna saman að forvörnum á Norðurlandi eystra með sameiginlegum áherslum út frá aðstæðum á svæðinu. Samráðsvettvangur Öruggara Norðurlands eystra mun funda árlega og framkvæmdateymi starfa þess á milli.

Nánari upplýsingar um verkefnið og hugmyndafræði samfélagslöggæslu má finna á heimasíðu lögreglunnar.

Öruggara Norðurland eystra stofnað | Lögreglan