Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs koma á Svalbarðseyri fimmtudaginn 27.október - Vilt þú aðstoð?

Dagana 25. -28. október ferðast ráðgjafar Uppbygginarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf. 

Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs eru almennt staðsettir á Akureyri og Húsavík og hægt að panta hjá þeim stað- eða fjarfundi:

  • Akureyri: Elva
  • Húsavík: Ari Páll og Hildur
  • Allt starfsfólk SSNE getur veitt ráðgjöf og er með starfsstöðvar Akureyri, Bakkafirði, Dalvík, Grímsey, Húsavík, Ólafsfirði, Raufarhöfn, Siglufirði

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans er lögð sérstök áhersla á verkefni er snúa að umhverfismálum.

Á heimasíðu SSNE má finna heimasvæði Uppbyggingarsjóðs þar sem hugmyndasmiðir og áhugasamir um fjármagn Sóknaráætlunar geta lesið sér til um eðli sjóðsins og hvað þarf að hafa í huga við umsóknarskrifin.

Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 þann 17. nóvember næstkomandi.