Tækniþróunarsjóður býður upp á ráðgjafartíma á Norðurlandi eystra dagana 3.–5. september.
Sérfræðingur sjóðsins verður á svæðinu til viðtals og ráðgjafar. Svæðið sem um ræðir er starfssvæði Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), frá Siglufirði að Bakkafirði.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Atla Arnarson (atli.arnarson@rannis.is) en bóka þarf tíma í síðasta lagi mánudaginn 1. september.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801