Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 24. júní 2025 breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps – Rammahluti aðalskipulags - Þróun byggðar í Vaðlaheiði.
Rammaskipulagið fjallar um þróun frístunda- og íbúðarbyggðar á svæði sem nær til tveggja sveitarfélaga og er skipulagið sett fram sem ein heildstæð stefna sem rammahluti Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020. Stefnan verður forsenda deiliskipulagsgerðar og framkvæmda við uppbyggingu á byggðum innan skipulagssvæðis í Vaðlaheiði.
Nánari upplýsingar, skilmála og áhrifamat má finna inn á vefsíðu skipulagsgáttar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmerinu 1082/2023. Aðalskipulagsbreyting þessi hefur fengið málsmeðferð skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn leggur til að auglýstri skipulagstillögu verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu á athugasemdum þann 24.06.2025 og að svo breytt deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801