Rými til leigu fyrir atvinnustarfsemi

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps var ákveðið að leigja út rými í Áhaldahúsi á Svalbarðseyri fyrir atvinnustarfsemi. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir hér með eftir tillögum og hugmyndum að atvinnuskapandi verkefnum sem gert er ráð fyrir að hafi aðstöðu í suður enda Áhaldahúss á Svalbarðseyri. Húsnæðið verður leigt í því ástandi sem það er í. Tillögum er skilað á postur@svalbardsstrond.is og frestur til að skila inn tillögum er til og með föstudagur 15.10.2021