Samráðsfundur um atvinnumál innan Svalbarðsstrandarhrepps þriðjudaginn 6. desember 2022 kl. 20:00 í Valsárskóla

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps stendur fyrir samráðsfundi þar sem íbúum sveitarfélagsins stendur til boða að koma og ræða við nefndina eða aðra íbúa um tækifæri innan sveitarinnar til að auka atvinnufjölbreytni innan sveitarfélagsins. 

Markmið fundarins er að taka fyrstu skref í að tengja saman fólk og hugmyndir sama hversu litlar þær kynnu að vera og örva samtalið milli íbúa og nefndarinnar þegar kemur að atvinnutækifærum og nýsköpun.