Samstarf við Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Samstarf við Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Skólanefnd fundaði síðastliðinn mánudag 12.04.2021 og þar var til umræðu að gengið yrði til samstarfs við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Gert er ráð fyrir að samstarfið hefjist að haust 2021. Skólanefnd samþykkti og vísaði málinu til sveitarstjórnar.

Þetta þýðir að sveitarstjórn kemur til með að fjalla um málið á næsta fundi og taka endanlega ákvörðun. Með þessu samstarfi er verið að horfa til faglegs starfs; faglegt starf verði eflt og samstarf við nágrannasveitarfélög og tónlistarnemendur á svæðinu styrkt. Kennslan mun fara fram innan Valsárskóla líkt og áður hefur verið og nemendur Álfaborgar/Valsárskóla verða ekki varir við miklar breytingar. Skólastjórn sér sér hag í því að auka samstarfið um leið og við bregðumst við athugasemdum frá Menntamálastofnun sem komu fram í ytra mati á starfi Valsárskóla.

Þegar formleg ákvörðun liggur fyrir verður starfsemi næst skólaárs kynnt fyrir nemendum og foreldrum.

Allar breytingar hafa mismunandi áhrif á fólk, en með þessum breytingum ætlum við okkur að efla starfið og auka möguleika nemenda.

Með kærri kveðju

Skólastjórn og sveitarstjóri