Skilaboð frá Norðurorku

Örlítill árveknispóstur um vatnsvernd 💧
Í Svalbarðsstrandarhreppi eru vatnsverndarsvæðin Halllandslindir og Garðsvíkurlindir.
Eitt af stóru verkefnum Norðurorku er að tryggja nægilegt magn af hreinu og góðu neysluvatni til einstaklinga og fyrirtækja á veitusvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að ganga vel um vatnsverndarsvæðin og láta strax vita ef grunur leikur á mengun.
Óhöpp eða mengun á vatnsverndarsvæði skal tilkynna strax til Norðurorku svo hægt sé að bregðast við samstundis ☎️