Skráning í Vinnuskólann 2023 er hafin og lýkur miðvikudaginn 17. maí

Vinnuskóli Svalbarðsstrandarhrepps er starfræktur yfir sumarmánuðina, í ár hefst vinnan 12. júní og er í boði fram í miðjan ágúst.

Öll ungmenni í 7. - 10. bekk grunnskólans sem eru með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Nemendur í 7. bekk vinna tvo fyrriparta í viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Vinnutími nemenda í 8. – 10. bekk er mánudaga – fimmtudaga frá 8-16 og 8-12 á föstudögum.

Kynningarfundur um starfsemi Vinnuskólans verður haldinn í Valsárskóla miðvikudaginn 7. júní kl. 14:00 fyrir nemendur fædda 2007, 2008, 2009 og 2010 (7.-10. bekk). Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með á fundinn.

Rafræn skráning og nánari upplýsingar má finna hér á síðunni.