Snjallstýrð LED götulýsing

Mynd: Svala Einarsdóttir
Mynd: Svala Einarsdóttir

Nýju LED götuljósalamparnir í Borgartúni og Tjarnartúni eru snjallstýrðir. Á þeim eru birtu- og hreyfinemar sem stýra lýsingunni eftir aðstæðum.

Með þessari nýju tækni má stýra ljósmagni hverju sinni og þar með lágmarka orkukostnað án þess að fórna öryggi almennings, auk þess sem hún dregur mikið úr ljósmengun.

Haldið verður áfram að LED-væða götuljós sem fyrir eru í hreppnum í eðlilegu viðhaldi þegar skipta þarf um perur.

Myndirnar tók Svala Einarsdóttir í göngutúr um Eyrina.