Söfnun fyrir flóttafólk frá Úkraínu /Zbiórka dla uchodzców z Ukrainy

Laugardaginn 02. apríl 2022 var efnt til söfnunar fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Ströndungar lögðust allir á eitt og safnaðist myndarleg fjárhæð eða um 300 þúsund krónur. Kamilla, starfsmaður leikskólans Álfaborgar stóð fyrir söfnuninni ásamt samlöndum sínum og boðið var uppá pólskar súpur, brauð og sætabrauð. Kamilla notaði svo ferð sem hún fór í til Póllands og keypti ýmislegt sem auglýst hafði verið eftir fyrir flóttamenn frá Úkraínu. Þannig var hægt að kaupa varning á hagstæðara verði og koma honum beint til þeirra aðila sem aðstoða við mótttöku flóttamanna frá Úkraínu í Póllandi. Áður hafði pólska samfélagið hjálpað okkur með sendingu af prjónavörum og fatnaði til hjálparstöðva í Póllandi. Miklu skiptir að hjálparvörur komist á rétta staði og saman getum við komið miklu áleiðis – í þessu tilfelli í réttar hendur og alla leið til Póllands fyrir 0 krónur.

Fyrir söfnunarfé var keypt:

Bleyjur í öllum stærðum

Tannburstar og tannkrem fyrir börn og fullorðna

Dömubindi og tíðartappar

Barnahreinsigel og líkamskrem (einnig fyrir þá sem eru með ofnæmi)

Blautþurrkur

Bómullarþurrkur og eyrnapinnar

Ísótónískt vatn fyrir börn

Nuddkrem (mismunandi gerðir)

Octenisept

grisjur

Nærföt fyrir börn

Mjólkurþurrkur (venjulegur sem og fyrir magakrampa og ofnæmisvaldandi)

Duftgrautar

Kamilla sendir öllum sem komu og lögðu sitt af mörkum við söfnunina kærar þakkir. Þetta var ótrúlegur dagur og mikil hjálp sem við gátum komið á góðan stað. Allar vörur voru gefnar til Rauða krossins í Póllandi sem dreifir þeim beint á móttökustöðvar fyrir flóttamenn frá Úkraínu.

02.04. 22 odbyła się spotkanie połączone ze zbiórką pieniędzy dla uchodźców z Ukrainy. Z zebranych pieniędzy zostały zakupione:

Pieluchy we wszystkich rozmiarach

Szczotki i pasty do zębów dla dzieci i dorosłych

Podpaski i tampony

Żele do mycia dla dzieci i balsamy do ciała (także dla skóry atopowej)

Wilgotne chusteczki

Waciki kosmetyczne i patyczki kosmetyczne

Woda izotoniczna dla dzieci

Kremy na odparzenia (różne rodzaje)

Octenisept

Gazy opatrunkowe małe

Podkłady dla dzieci

Mleka w proszku (zwykłe jak i na kolki i hipoalergiczne)

Kaszki w proszku

To była niesamowite spotkanie i jeszcze wspanialsza pomoc, którą udało się nam ofiarować. Wszystkie produkty zostały przekazane do Czerwonego Krzyża, który rozdysponuje to właściwie.