Sorphirða og ófærð

Uppfært mánudag 25.01.2021

Tilraun var gerð í morgun til þess að fara eftir sorpi. Ákveðið var að snúa við og gera aðra tilraun þegar mokstur og hreinsun verða lengra komin.

Sorpbílar þurftu frá að hverfa í gær fimmtudag vegna veðurs og færðar. Þá höfðu þeir fest sig á leiðinni og vildu gera aðra tilraun í dag, föstudag. Veður og færð eru enn til trafala og nú hefur verið ákveðið að farin verði ferð á mánudag og sorp sótt þar sem ekki náðist að hreinsa fyrir helgina.

Með kveðju Björg Erlingsdóttir