Stormur og mikil ofankoma á Eyjafjarðarsvæðinu á morgun mánudag.

Varað er við stormi og mikilli ofankoma á Eyjafjarðarsvæðinu á morgun mánudag.

Gert er ráð fyrir að veðrið skelli á um kl 7 og að versti hvellurinn verðu yfirstaðinn um hádegi.

Seinnipart dags er gert ráð fyrir að hefja mokstur og fyrr ef færi gefst.

Íbúar eru beðnir um að halda sig heima og gefa viðbragðsaðilum færi á að vinna verk sín áður en umferð verður hleypt á að nýju.

Mikilvægt er að við léttum undir með viðbragðsaðilum, lögreglu, björgunarsveitum og mokstursaðilum og besta leiðin til þess er að halda sig heima og bíða storminn af sér.

 

Með kveðju
Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri