Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Valsárskóla auk vinnu í Vinaborg

Ráðið verður í starfið frá og með 5. janúar 2026 eða samkvæmt samkomulagi. Vinnan er tvískipt þannig að starfsmaður vinnur sem stuðningur í bekk frá 8-13 og í frístund frá 13-16.

Helstu verkefni

  • Stuðningur við nemendur í námi.
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans.
  • Gæsla inni og úti.
  • Gæsla og vinna með nemendum i tómstundum.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu ásamt verkefnum sem skólastjóri felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki, samstarfshæfni og jákvæðni til að starfa í metnaðarfullu umhverfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Reynsla sem nýtist í starfi.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Íslenskukunnátta.

Valsárskóli er á Svalbarðseyri, í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Einkunnarorð skólans eru umhyggja, virðing, metnaður og gleði. Nánari upplýsingar um skólann er hægt að sjá á https://skolar.svalbardsstrond.is og við hvetjum umsækjendur til að kynna sér starf skólans nánar þar.

Vakin er athygli á jafnréttisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps um jafnan hlut kynja í störfum. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2025.

Umsókn skal skila á netfangið maria@svalbardsstrond.is

Nánari upplýsingar um stöðu stuðningsfulltrúa veitir María Aðalsteinsdóttir skólastjóri: 464-5510, 864-0031 og í tölvupósti.

Svalbarðsstrandarhreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Auglýsing á vef