Stuðningur við úkraínsku þjóðina

Á fundi sem haldinn var mánudaginn 7. mars síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps stuðning til hjálparsamtaka vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu um leið og sveitarstjórn fordæmdi harðlega innrás í Úkraínu. Bókun sveitarstjórnar má lesa hér:

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fordæmir harðlega innrás Pútín, forseta Rússlands í Úkraínu og broti á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sveitarfélagið sig reiðubúið til aðstoðar við móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að styðja hjálparsamtök með fjárframlagi að upphæð 1.000.000 krónur og skorar á önnur sveitarfélög að leggja þörfu verkefni lið.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268

 

Fyrir hönd sveitarstjórnar,
Björg Erlingsdóttir
Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps