Uppfært! Stutt rafmagnsleysi í Eyjafirði fimmtudaginn 8. janúar

Rarik tilkynnir breytt svæði rafmagnsleysis þar sem Svalbarðsströnd er utan lokunarsvæðis.

"Þeir notendur sem fá þessi skilaboð verða ekki straumlausir í aðgerð sem var auglýst þann 8.1. frá kl 15 til kl 15:15 í Eyjafirði".

 

Vegna vinnu við aðveitustöðina á Rangárvöllum verður rafmagnslaust í Eyjafirði frá kl. 15:00 til kl. 15:15 þann 8.1.2026.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana.

Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð Rarik í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á rarik.is/rof