Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir eftir einstaklingi í ræstingar á skrifstofum sveitarfélagsins á Svalbarðseyri. Starfið er unnið einu sinni í viku í u.þ.b. tvær klukkustundir frá miðjum júní til ágúst loka.
Vakin er athygli á jafnréttisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps um jafnan hlut kynja í störfum. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí.
Sótt er um starfið með því að smella hér
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skrifstofu í síma 464-5500.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801