Svalbarðseyri, deiliskipulag - skipulagslýsing

Laugartún og Smáratún - skipulagslýsing deiliskipulags

Lýsing

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 19. október 2020 að vísa skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir íbúðargöturnar Laugartún og Smáratún í lögformlegt kynningarferli. Skipulagssvæði fyrirhugaðs deiliskipulags er um 5,0 ha að stærð og er markmið skipulagsverkefnisins m.a. að gera grein fyrir byggingarmöguleikum innan skipulagssvæðisins, skilgreina hnitsett lóðarmörk, bæta umferðaröryggi og skipuleggja bílastæði.

Lýsing vegna skipulagsverkefnisins mun liggja frammi á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps frá 26. október til 9 nóvember 2020. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til mánudagsins 9. nóvember 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi