Þessa dagana fer fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á Neyðarkallinum.
Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri Neyðarkalla og ákvað Svalbarðsstrandarhreppur að styrkja björgunarsveitir landsins um einn slíkan.
Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Á heimasíðu Landsbjargar er hægt að gerast Bakvörður og styrkja starfið á margvíslegan hátt.

Brynjólfur Snorri Brynjólfsson frá Björgunarsveitinni Tý afhendir Þórunni Sif Harðardóttur sveitarstjóra Neyðarkallinn 2025.
Stækkandi safn Svalbarðsstrandarhrepps.

2018 - Björgunarkall úr fortíð
2019 - Björgunarkona með dróna
2020 - Björgunarkall með björgunarhund
2021 – Sjóbjörgunarmaður
2022 - Sérfræðingur í skyndihjálp
2023 – Aðgerðastjórn
2024 - Hamfarakallinn
2025 - Straumvatnsbjörgunarkall
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801