Sveitarstjórnarkosningar í Svalbarðsstrandarhreppi 2022

Sveitarstjórnarkosningar í Svalbarðsstrandarhreppi 2022

Kjörfundur laugardaginn 14. maí 2022 verður í Valsárskóla og hefst klukkan 10:00. Kjörfundur stendur a.m.k. til klukkan 18:00. Eftir það er heimilt að ljúka kjörfundi 30 mínútum eftir að síðasti kjósandi hefur kosið. Kjörfundur mun þó aldrei standa lengur en til klukkan 22:00. Gengið er inn að vestan, aðalinngang Valsárskóla.

Kjörfundur verður í íþróttasal. Talning atkvæða fer fram á sama stað, að loknum kjörfundi.

Sérstök athygli er vakin á að kjósandi getur þurft að framvísa persónuskilríkjum til að geta kosið.


Hér fyrir neðan má finna handhægar upplýsingar um framkvæmd bundinnar hlutfallskosninga og hvernig kjósendur bera sig að í kjörklefanum.

Hvernig fer atkvæða-greiðslan fram?

- Þú mætir á kjörstað innan auglýsts opnunartíma.
- Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.
- Í kjördeildinni er hægt að fá spjald með blindraletri til þess að lesa kjörseðilinn.
- Listar sem eru í framboði eru merktir með bókstaf á kjörseðlinum.
- Þú merkir X í kassann fyrir framan bókstaf þess lista sem þú ætlar að kjósa.
- Það þarf að gera X með skriffæri sem er til taks í kjörklefanum.
- Þegar þú ert búin að kjósa brýtur þú kjörseðilinn saman og ferð út úr kjörklefanum.
- Þú setur kjörseðilinn í kassa fyrir utan kjörklefann.
- Það má enginn sjá hvernig þú kaust.
- Ef þú skráir annað á kjörseðilinn en þú ætlaðir eða kjörseðillinn eyðileggst á að láta kjörstjórnina fá hann og fá nýjan kjörseðil.

Þú mátt taka einhvern með þér sem þú þekkir og þú treystir til að aðstoða þig – sjá hér að neðan.

Það má breyta röðinni á frambjóðendum

- Frambjóðendum er raðað í ákveðna röð á kjörseðlinum sem er ákveðin af framboðunum.
- Þú getur breytt röðinni hjá þeim lista sem að þú kýst.
- Þá setur þú númer fyrir framan nafn á kjörseðli.
- Þú setur númer 1 fyrir framan það nafn sem á að vera efst.
- Þú setur númer 2 fyrir framan það nafn sem á að vera næst og svo framvegis.
- Þú getur strikað yfir frambjóðanda sem þú vilt ekki hafa á listanum sem að þú kýst.
- Þú getur ákveðið að hafa listann óbreyttan.

Aðstoð við atkvæða-greiðslu

- Þú átt rétt á að fá aðstoð við að fylla út kjörseðilinn.
- Þú getur beðið einhvern í kjörstjórn um aðstoð.
- Þú mátt líka biðja einhvern sem að þú þekkir og þú treystir að aðstoða þig við að kjósa.
- Sá sem aðstoðar kallast aðstoðar-maður
- Á kjördag er kjörstjórn 3 manneskjur sem sitja við borð í kjördeild.
- Þessir aðilar geta aðstoðað þig að kjósa.
- Þú þarft að biðja um aðstoð.
- Sá sem aðstoðar þig er bundinn þagnarskyldu. Það þýðir að hann má ekki segja frá hvernig þú kaust.
- Aðstoðar-maður kjósanda skal undirrita upplýsinga-blað um að honum hafi verið leiðbeint um ábyrgð sína og skyldu sem aðstoðarmanns. Þar lofar hann því að segja ekki frá hvernig þú kýst.
- Kjörstjórnarmaður skal einnig undirrita upplýsinga-blaðið.
- Kjörstjórn varðveitir upplýsinga-blaðið.
- Aðstoðar-maður má aðeins aðstoða 3 kjósendur við sömu kosningu.
- Sá sem aðstoðar þig við að kjósa má ekki segja frá því hvað þið talið um inn í kjörklefanum.

Atkvæðagreiðsla í heimahúsum (heimakosning)

- Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi, nema hann eigi þess kost að greiða atkvæði á stofnun skv. II. Kafla, reglugerð 430/2022.
- Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg á þar til gerðu umsóknareyðublaði, sem landskjörstjórn birtir á vef sínum.
- Umsóknin skal studd vottorði lögráðamanns um hagi kjósandans. Skal umsóknin hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag.
- Atkvæðagreiðslan skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður.
- Umsókn um að fá að greiða í heimahúsi. Tengill að umsókn.

Information for foreign nationals.

Foreign nationals are eligible to vote in municipal elections. Danish, Finnish, Norwegian and Swedish nationals who are registered with a legal domicile in Iceland have the right to vote in municipal elections.

Other foreign nationals who have had a legal domicile in Iceland for more than 3 consecutive years before election day also have the right to vote in municipal elections.

Foreign nationals are not eligible to vote in Icelandic presidential elections, parliamentary elections or national referendums and are therefore not part of the voter database in those elections. The only exception are Danish nationals who resided in Iceland on the 6th of March 1946 or in the 10 years prior to that date. This exception is according to Act No. 85/1946. For more information you can visit the following website https://www.mcc.is/x22/. On this website you can select from a variety of languages at the top right-hand corner. Most important information about the elections will be available on that website.

Zbliżające się wybory samorządowe odbędą się w sobotę 14 maja 2022 r. Islandia jest demokratycznym krajem o bardzo wysokim wskaźniku głosów. Poniżej znajdują się ważne informacje dotyczące wyborów i procesu głosowania.