Þarftu að bregðast við?

Svæði 3 í aflagningu 3g.
Svæði 3 í aflagningu 3g.

Á heimasíðu Símans kemur fram að það styttist óðum í að 3G kerfi Símans verði lokað um land allt sem þýðir að búnaður sem styður aðeins 3G eða eldri tækni mun hætta að virka. Því er mikilvægt að þú skiptir þeim tækjum út, því annars átt þú á hættu að missa farsímasamband.

Þetta er í takt við þróun í öðrum löndum og styður við frekari uppbyggingu á nútímalegri kerfum. 2G kerfinu var lokað í upphafi ársins 2026 og nú tekur við lokun 3G.

Hægt er að hringja í síma 550-7880 þar sem sjálfvirkur símsvari segir hvort að tækið þitt styðji nýjustu tækni.

Myndin gefur til kynna hva og hvenær 3G sambandið verður lagt af á svæðinu og eru allir hvattir til að kynna sér það vel og bregðast við í tíma.

Samkvæmt samtali við starfsmann Símans hefur þetta verið í undirbúningi í langan tíma og tekur dreifikerfi 4G því nú við en það er nú þegar þéttara en núverandi 3G kerfi. Hinsvegar getur veri að símabúnaður einstaklinga þarfnist stillingar, uppfærslu eða endurnýjunar svo að breytingin leiði ekki til þjónustuskerðingar.

Kort í fullri stærð