Þingeyskar konur og kvár – nú er okkar ár

Samstöðufundur að Breiðumýri föstudaginn 24. október kl. 14.00 – 15.30

Fjölbreytt skemmtidagskrá í höndum þingeyskra kvenna og kvára, sem leiða saman krafta sína og hræra saman magnaða blöndu, sem samanstendur af krafti, gleði og samstöðu.

Dagskráin innifelur hvatningarræðu, ljóðalestur, fjöldasöng og spádóma. Þar að auki verður fjallað um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur (1918–1994).

Við skemmtum sjálfum okkur og öðrum og tökum okkur allt það pláss sem við mögulega þurfum á að halda.

Solidarity meeting at Breiðumýri Friday the 24th of October at 14:00 - 15:30.

A varied entertainment program in the hands of local women and non-binary people, who combine their strengths and stir together a magnificent mixture, which consists of power, joy and solidarity.

The program includes an inspirational speech, poetry reading, mass singing and prophecies. In addition, the poet Jakobína Sigurðardóttir (1918–1994) will be discussed.

We entertain ourselves and others and take up all the space we possibly need to hold.

Framkvæmdastjórn Kvennaárs biður konur og kvár á Íslandi að taka daginn frá.

Kvenfélagasamband Suður Þingeyinga, Framsýn stéttarfélag, Búnaðarsamband Suður -Þingeyinga, Kennarasamband Íslands, Héraðssamband Þingeyinga og Hinseginfélag Þingeyinga.