Tilkynning frá Svalbarðsstrandarhreppi vegna alþingiskosninga 2021

Frá og með 15. september liggur kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 2021 frammi á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu. Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 – 15:00.

Kjörfundur verður laugardaginn 25. september 2021 og hefst klukkan 10:00. Kosið verður í Valsárskóla (gengið inn að sunnan).

Stefnt er að lokum kjörfundar kl. 18:00 en tekið skal fram að ekki má loka kjörstað fyrir klukkan 22:00 nema kjörfundur hafi staðið í átta tíma og hálftími sé liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.

Kjósendur eru því hvattir til að mæta nægilega snemma til að tryggja að þeir geti greitt atkvæði. Ennfremur eru kjósendur beðnir að hafa skilríki meðferðis.

Nánari upplýsingar um alþingiskosningar er að finna á http://kosning.is